Áður en ég flutti hingað til Frakklands verslaði ég mikið á þessari síðu sem þið flest ykkar þekkið www.asos.com. Held það verði engin breyting á því núna þar sem ég get verslað á www.asos.fr tollfrjálst! Þvílíkur lúxus. Það sem ég ætlaði að benda ykkur á er að þarna er hægt að gera ansi góð kaup þegar þeir eru með útsölur, sem er ansi oft! Þeir eru með flest helstu merki tískuheimsins, fyrir utan kannski þau allra allra dýrustu og flottustu. Svo þegar þau eru á útsölu getur maður keypt sér fallega flík samviskulaust. Það er einmitt það sem ég gerði núna um daginn. Fékk þetta fallega French Connection Cape á meira en helmings afslætti. Endilega verið dugleg að fylgjast með og grípið eitthvað fallegt á útsölunum, en þið verðið að vera ansi snögg ef þið sjáið eitthvað fallegt.. fyrstur kemur, fyrstur fær!
Um daginn varð á vegi mínum þessi brilliant vefsíða www.pretaportobello.com sem er einskonar miðstöð fyrir hönnuði, sköpuð af breskum tvíburasystrum! Þarna er hægt að finna mjög marga fallega hluti. Bæði föt, fylgihluti o.fl. frá ýmsum hönnuðum á nokkuð viðráðanlegu verði. Þau eru einnig með velmeðfarin vintage föt og fatauppboð eins og á alvöru markaði! Mæli eindregið með að þið kíkið á þessa síðu og pantið ykkur eitthvað fallegt, því viti menn þeir senda til Íslands! Ég ætla allavega að nýta mér þessa þjónustu sem allra fyrst. Læt ykkur vita hvernig útkoman verður.
Xx,
Arna